Vatnshlíðarvatn er í 280 m hæð yfir sjávarmáli og er flatarmál þess 0.70 km². Til þess fellur lækur frá Arnarvatni og úr því Valadalsá, sem verður að Staðará (Sæmundará) eftir að nokkrir lækir hafa bæst við hana. Í Arnarvatni var eitt sinn þokkaleg bleikja en svo er ekki lengur. Í Vatnshlíðarvatni er smábleikja sem tekur vel agn veiðimanna. Gott aðgengi er að vatninu og hefst veiðin þegar ísa leysir og veitt er fram í september. Eins og víða er besta veiðin á vorin.