Arnarvatnsheiði – norðan

Norðausturland
Eigandi myndar: skessuhorn.is
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

8000 kr. – 8000 kr.

Tegundir

Veiðin

Vötnin innan Veiðifélags Arnarvatnsheiðar (norðanverðrar) og Tvídægru eru fjölmörg en eru talin misgóð veiðivötn. Þau eru: 

Arnarvatn stóra, Réttarvatn, Arfavatn, Þorvaldsvatn, Ketilvatn, Kvíslavötn. Hólmavatn (á Tungunni). Hólmavatn á Núpsheiði, Skálatjörn, Austur-Grandalón, Vestur-Grandalón, Tangalón, Strípalón og Þórhallalón. 

Gisting & aðstaða

Gistihús

Möguleiki er á að kaupa gistingu í nokkrum skálum. Í skálunum er hiti, rennandi vatn, eldunaraðstaða, diskar, glös og hnífapör. Ennfremur matarborð, ljós frá sólarsellu og grill. Salernishús er rétt hjá skálunum. Komu og brottfaratími miðast við hádegi.

Stóri skáli: 3900 kr á mann á sólarhring

Fjagra manna hús: 15.000 kr sólarhringurinn

Dísarbúð: 28.500 kr sólarhringurinn (rúmar 7 manns)

Nýja Hús: norðursalurinn er 35.000 kr á sólarhring, en herbergi á 8000 kr

Hafið samaband við Rafn Ben. s: 8927576 / eða mail rafnben@simnet.is

Veiðireglur

Þeir sem hyggja á veiðar á Arnarvatnsheiði þurfa að hafa í huga að gríðarlega mikið er um mývarg um alla heiði. Flestir bölva honum, enda margir sem hafa lent illa í honum. Það er því algerlega nauðsynlegt að taka með sér flugnavörn af ýmsu tagi og flugnanet. Eins er gott að hafa með sér ofnæmislyf ef stungurnar valda miklum ofnæmisviðbrögðum.

Kort og leiðarlýsingar

Nauðsynlegt er að hafa samband við staðkunnuga og leita upplýsinga ef fara á heiðina, sem er eingöngu opin venjulegum farartækjum yfir há sumarið

Leyfð er veiði í öllum vötnum innan vébanda Veiðifélags Arnarvatnsheiðar að norðan

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hvammstangi: 70 km, Akureyri: 260 km, Borgarnes: 172 km, Reykjavík: 247 km og Reykjanesbær: 288 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Rafn Ben s: 892-7576,  rafnben@simnet.is og Theódóri veiðiverði s: 451-2950 & 852-0951

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Arnarvatnsheiði – norðan

Með þeim stærstu af Arnarvatnsheiði

Við afar krefjandi aðstæður um síðustu helgi gerði Davíð Jón Kristjánsson og félagar magnaða veiði í Arnarvatni stóra á Arnarvatnsheiði. Davíð landaði þá nokkrum urriðum yfir sjötíu sentímetra og var

Lesa meira »
Shopping Basket