Baulárvallavatn

Vesturland
Eigandi myndar: Veiðikortið
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

9900 kr. – 9900 kr.

Tegundir

Veiðin

Baulárvallavatn er um 1,6 km² að stærð og 47 m djúpt, þar sem það er dýpst. Vatnið er um 193 m yfir sjávarmáli. Þangað rennur Vatnaá og úr því rennur Baulá, sem síðar sameinast Straumfjarðará, sem er fræg fyrir góða laxveiði. Góð urriðaveiði er í vatninu og meðalþyngdin um 2-3 pund. Stærri fiskar veiðast, allt að 5-6 pund, þá einkum í ljósaskiptunum. Nokkuð jöfn veiði er allt sumarið, þótt vorið sé oftast gjöfulasti tíminn. Fiskur getur legið djúpt og þarf þá að sökkva agninu. Spónn og maðkur gefa að jafnaði ágæta veiði. Í ljósaskiptunum ferðast urriðinn inn á grunnið við landið og þá er gott að nota flugu.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Tjalda má endurgjaldslaust við Baulárvallavatn, en hvorki er þar um skipulagt tjaldstæði né hreinlætis­aðstöðu að ræða.

Veiðireglur

Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl og ganga vel um svæðið. Korthafar verða að skrá sig í Vegamótum og sýna þarf bæði Veiðikortið og persónuskilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Stangarverðið sem gefið er upp hér á síðunni er fullt gjald fyrir Veiðikortið. Vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að eignast það fyrir minni tilkostnað, t.d. í gegnum stéttarfélag.

Kort og leiðarlýsingar

Heimilt er að veiða frá norðurbakka Vatnsár að útfalli Straumfjarðarár. Norðan megin við vatnið

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Baulárvallavatn

Engin nýleg veiði er á Baulárvallavatn!

Shopping Basket