Berufjarðarvatn

Vestfirðir
Eigandi myndar: veidikortid.is
Calendar

Veiðitímabil

15 maí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

9900 kr. – 9900 kr.

Tegundir

Veiðin

Berufjarðarvatn er frekar lítið, eða 0,15 km² að flatarmáli, fremur aðgrunnt vestan megin en meira dýpi er að austan. Vatnið er 49 m yfir sjávarmáli og er mesta dýpi rúmlega 2 m. Alifiskalækur fellur í vatnið en Kinnastaðaá fellur úr því til Þorskafjarðar. Það er mikið af fiski í vatninu sem oftast vegur 1 – 3 pund. Mest er af urriða en einnig veiðist þar bleikja. Stærsti fiskur, sem veiðst hefur í Berufjarðarvatni á stöng, vóg um 10 pund. Menn láta yfirleitt vel af veiðinni, enda tekur silungurinn grimmt, og fer yfirleitt enginn fisklaus heim eftir ferð í vatnið. Góð veiði er allt tímabilið en þó best fyrripart sumars. Og eins og víða annarsstaðar, þá gefa morgnar og kvöld bestu veiðina.

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Bjarkalundur s: 562-1900, hotelbjarkalundur.is

Tjaldstæði

Tjaldsvæðið við Hótel Bjarkalund s: 562-1900, hotelbjarkalundur.is

Veiðireglur

Korthafar Veiðikortsins þurfa að skrá sig hjá veiðiverði á Hótel Bjarkalundi, þar sem kortanúmer og kennitala eru skráð. Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig neinar leifar eða ummerki. Stranglega er bannað að aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Kort og leiðarlýsingar

Veiði er heimil í öllu vatninu. Bestu veiðistaðirnir eru á austurbakkanum sem liggur næst veginum.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Reykhólar: 15 km, Hólmavík: 44 km, Ísafjörður: 225 km, Reykjavík: 215 km og Akureyri: 333 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu

Tengiliður á staðnum: Hótel Bjarkalundur s: 562-1900

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vestfirðir

Fréttir af veiði Berufjarðarvatn

Engin nýleg veiði er á Berufjarðarvatn!

Shopping Basket