Bjarnarvatn

Norðausturland
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar

Tegundir

Veiðin

Bjarnarvatn er í Sauðaneshreppi, N-Þingeyjarsýslu. Það er í landi Skoruvíkur, er áætlað 0,12 km² að flatarmáli og í um 36 m hæð yfir sjó. Annað vatn, Mávsvatn 0,2 km² að flatarmáli og í 18 m hæð yfir sjó, er þarna stutt frá og er verðugt að skoða það líka séu menn á annað borð að leggja leið sína að Bjarnarvatni. Að vötnunun liggur jeppaslóði og er hann einna helst farinn af ferðafólki sem leggur leið sína í Skála eða að Skoruvíkurbjargi. Í vötnunum er bleikja og urriði, allgóður fiskur. Sögur fara af því að urriðinn í Mávsvatni sé vænn. Netaveiði var stunduð í vötnunum áður fyrr.

Kort og leiðarlýsingar

Veiði má í öllu vatninu og einnig í Mávsvatni sem er stutt frá

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Vegalengdin frá Reykjavík er um 660 km og 38 km frá Þórshöfn

Áhugaverðir staðir

Súlubyggðin á Stórakarli, forna veiðiplássið Skálar og Fontur (ysti tangi á Langanesi)

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiði í vatninu er endurgjaldslaus en menn beðnir um að láta vita af sér

Skrifstofa Langanesbyggðar s: 468-1220

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Bjarnarvatn

Engin nýleg veiði er á Bjarnarvatn!

Shopping Basket