Borgarhafnarvötn

Austurland
Calendar

Veiðitímabil

20 maí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Veiðin

Borgarhafnarvötn er þrjú talsins og eru á Borgarhafnarheiði vestan Smyrlabjargalóns. Þau eru Innstavatn, Miðvatn og Fremstavatn. Þegar Smyrlabjargavirkjun (1974) var tekin í notkun, voru vötnin að mestu sameinuð og notuð sem miðlunarlón. Borgarhafnarvötn eru öll í svipaðir hæð yfir sjávarmáli, eða um 285 m. Miðvatn er 0.17 km² að flatarmáli og Fremstavatn er 0.23 km² að flatarmáli. Ekki fundust upplýsingar um Innstavatn. Í vötnunum er aðallega bleikja, Þingvallastofn, og er algeng stærð hennar um 1.5 – 3 pund. Stærstu bleikjur sem hafa fengist í net eru 8-9 pund, svo þær stóru eru svo sannarlega þarna líka. Sögur af stangveiði í vötnunum er ekki mikil en það ætti ekki að koma í veg fyrir að menn láti á það reyna.  

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Smyrlabjörg, s: 478-1074, property.godo.is/booking

Gistihús

Kort og leiðarlýsingar

Vötnin eru þrjú talsins, Innstavatn, Miðvatn og Fremstavatn. Veiða má í þeim öllum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Höfn í Hornarfirði: 55 km, Egilsstaðir: 297 km, Reykjavík: 423 km og Akureyri: 544 km

Áhugaverðir staðir

Jökulsárlón: 45 km og Skaftafell: 101 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Vagnstaðir s: 478-1567 & 478-1048

Almennt eru menn, sem hringja og biðja um leyfi, ekki rukkaðir

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Austurland

Fréttir af veiði Borgarhafnarvötn

Engin nýleg veiði er á Borgarhafnarvötn!

Shopping Basket