Dalsá er dragá, á upptök sín á Flateyjardalsheiði og fellur norður Flateyjardal í Skjálfanda. Hún er skemmtileg en fremur lítil silungsá þar sem nær eingöngu veiðist sjóbleikja. Veiða má á fjórar stangir í senn. Veiðisvæðin eru þrjú og er hverju sinni veitt á tveim í einu en eitt friðað. Fyrir kemur að það veiðist lax, en það er þó ekkert sem menn geta vænst.