Djúpá – laxasvæði

Norðausturland
Eigandi myndar: Ragnar Árni Ragnarsson
Calendar

Veiðitímabil

10 júlí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

12500 kr. – 40000 kr.

Tegundir

Veiðin

Djúpa er í Þingeyjarsýslu og rennur úr Ljósavatni í Skjálfandafljót. Hið raunverulega laxasvæði í Djúpá nær frá stíflunni við gömlu rafstöðina og niður að laxastiganum neðarlega í ánni, stuttu fyrir ofan ármótin. Um tíma nýttu landeigendur sér veiðiréttinn sjálfir, en nú selja þeir leyfi og áin á sér fasta áskrifendur, þó ekki sé staðið við veiðar alla daga frá morgni til kvölds. Þarna veiðast um 60 – 100 laxar á sumri og er Djúpá stórlaxaá eins og þær gerast bestar. Silungasvæðið svokallaða, frá Rafstöð upp að Ljósavatni, fylgir nú með laxasvæðinu. Þarna eru margir gullfallegir veiðistaðir og engir smáfiskar, fimm til sex punda eru algengir. Silungasvæðinu eru gerð skil í annarri grein hér á vefnum.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Gott veiðihús er við ána. Í því eru 5 herbergi, með 10 rúmum og salernis- og sturtuaðstaða. Veiðimenn sjá um sig sjálfir, en geta beðið um uppábúin ef þeir óska þess. Ræsta ber húsið þegar að holla skipti eru og muna að skrá alla veiði í veiðibók.

Kort og leiðarlýsingar

Það nær frá Ljósavatni og niður að ármótum við Skjálfandafljót, þó hið eiginlega laxasvæði byrji við svokallaða Rafstöð.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akureyri: 32 km um göngin, Húsavík: um 50 km og Reykjavík: 418 km

Veitingastaðir

Fossholl: aðeins 4 km, Dalakofinn: 16 km

Áhugaverðir staðir

Goðafoss: 4 km, Aldeyjarfoss: 42 km og Mývatn: 48 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Djúpá – laxasvæði

Engin nýleg veiði er á Djúpá – laxasvæði!

Shopping Basket