Djúpavatn

Suðvesturland
Eigandi myndar: Leyfi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

10 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

3000 kr. – 3750 kr.

Tegundir

Veiðin

Djúpavatn er 0,15 km² stöðuvatn, sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga, í 195 m hæð yfir sjó. Dýpsti hluti þess er 16,7 m og er það líklega gígvatn. Umhverfi þessa vatns er ákaflega fallegt og friðsælt. Mikið er af bleikju í vatninu en hún er fremur smá. Það var talið fisklaust þar til bleikju af Þingvallastofni var sleppt í það í kringum 1960. Vatnið er afar vinsælt hjá fjölskyldufólki, umhverfið er mjög barnvænt og einungis selt einum aðila/hópi í senn. Á hverju ári er sleppt töluverðu af vænum urriða í vatnið og því er veiðivon góð allt sumarið. Veiðimenn eru beðnir um að gæta hófs í því sem þeir hirða af sleppifiski og kynna sér vel þær reglur sem þarna gilda.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Ágætt veiðihús er við vatnið. Í því eru 2 herbergi með 4 kojum hvort, góð snyrting, eldhús með gashellu, borðbúnaði og áhöldum, setustofa og gott úti-kolagrill. Menn þurfa að taka með sér rúmfatnað eða svefnpoka, borðtuskur og viskastykki.

Veiðireglur

Ath, öll notkun báta er bönnuð af öryggisástæðum

Eitt veiðileyfi:  gildir fyrir 10 stangir með húsi. Veiðimenn mega koma í húsið kl.18.00 daginn fyrir skráðan veiðidag og skulu vera farnir fyrir kl.18.00 á síðasta veiðidegi. Muna þarf að ræsta hús og taka með sér allt rusl. Vinsamlegast sendið kvittun fyrir veiðileyfi á [email protected] til að fá sent númer á lyklalás veiðihúss, eða hringið í síma 565-4020.

Veiðibók: liggur frammi í veiðihúsi, mikilvægt að skrá allan afla.

Kort og leiðarlýsingar

Vegalengdin frá Hafnarfirði er um 25 km, ekið í átt að Krýsuvík og til hægri á móts við malarnámurnar í Vatnsskarði.

Veiða má í öllu vatninu.

Veiðileyfi og upplýsingar

Félagar í SVH fá úthlutað, eftir það eru öll leyfi á leyfi.is

Samtals eru seldar 10 stangir í einu leyfi á 35.000 kr

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðvesturland

Fréttir af veiði Djúpavatn

Engin nýleg veiði er á Djúpavatn!

Shopping Basket