Eiðavatn

Austurland
Eigandi myndar: Sumarbúðir KIrkjunnar
Calendar

Veiðitímabil

15 maí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Veiðin

Eiðavatn er í Eiðaþinghá, skammt frá Eiðaskólanum gamla. Það er 1,7 km² að flatarmáli og í 32 m hæð yfir sjó. Eiðalækur rennur í það og Fiskilækur úr því til Lagarfljóts. Vatnið hefur löngum verið gjöfult og hefur veiðst meiri bleikja en urriði en urriðinn virðist vera í sókn. Við vatnið er mikil orlofshúsabyggð á vegum BSRB. Dvalargestir þar hafa leyfi til veiða og afnot af bátum. Í gömlu skólahúsunum var á sínum tíma rekið Hótel Edda, það á ekki við lengur.

Gisting & aðstaða

Aðrir gistimöguleikar

Mikil orlofsbyggð stendur við vatnið og ekki úr vegi fyrir félagsmenn í BSRB að nýta sér hana og veiðimöguleikana

Kort og leiðarlýsingar

Almenningi er einungis  leyftilegt að veiða í þeim hluta vatnsins sem tilheyrir ekki orlofsbyggðinni og Sumarbúðum kirkjunnar

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Vegalengdin frá Reykjavík er um 710 km og 14 km frá Egilsstöðum

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðirétturinn er nýttur fyrir Sumarbúðir kirkjunnar og dvalargesti í sumarhúsum BSRB. Almenningi ber að virða það, en geta þó veitt í litlum skika af vatninu þeim að kostnaðarlausu.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Austurland

Fréttir af veiði Eiðavatn

Engin nýleg veiði er á Eiðavatn!

Shopping Basket