Eiðavatn er í Eiðaþinghá, skammt frá Eiðaskólanum gamla. Það er 1,7 km² að flatarmáli og í 32 m hæð yfir sjó. Eiðalækur rennur í það og Fiskilækur úr því til Lagarfljóts. Vatnið hefur löngum verið gjöfult og hefur veiðst meiri bleikja en urriði en urriðinn virðist vera í sókn. Við vatnið er mikil orlofshúsabyggð á vegum BSRB. Dvalargestir þar hafa leyfi til veiða og afnot af bátum. Í gömlu skólahúsunum var á sínum tíma rekið Hótel Edda, það á ekki við lengur.