Elliðaár

Suðvesturland
Eigandi myndar: Högni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

17800 kr. – 32500 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Elliðaárnar eru vinsælar veiðiár og það er sannarlega fágætt að geta stundað laxveiðar í miðri höfuðborg. Veiði í ánum hefur verið nokkuð stöðug undanfarin ár, með meðalveiði upp á tæplega 1000 laxa. Það er bjart framundan, því Elliðaárnar eru algjörlega sjálfbærar og samkvæmt mælingum vísindamanna var seiðastofninn 2015 vel haldinn og yfir meðallagi. Áin  hefur verið gríðarlega vinsæl meðal félagsmanna SVFR og færri  komist að en vilja á besta tíma. Börn og unglingar geta notið þess að veiða í ánni einn dag á sumri undir leiðsögn kunnugra manna. Hefur sú hefð átt drjúgan þátt í því að  gera árnar fjölskylduvænar.

 SVFR býður upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum í maí, þar sem veitt er á tvær stangir og eingöngu leyfð fluga. Frekari upplýsingar um þennan möguleika er á síðunni um Silungsveiðiár á Suðvesturlandi.   

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið  stendur í hólmanum á milli austur- og vesturkvíslarinnar. Sé ekið niður Breiðholtsbraut er beygt til hægri inn á aðrein að Vesturlandsvegi. Á miðri aðreininni er beygt til hægri inn á afleggjara sem liggur að veiðihúsi. Í húsinu er salernisaðstaða fyrir veiðimenn og þar geta menn sest niður, spjallað og drukkið kaffið sitt.

Veiðireglur

Í byrjun veiðitíma skulu veiðimenn (báðir ef tveir eru um stöng) mæta í veiðihús SVFR við Elliðaár. Dregið er um svæði 15 mínútum fyrir upphaf veiðitíma á hverri vakt. Veiðimönnum er skylt að koma í veiðihús eftir að veiði lýkur, jafnvel þótt þeir hafi ekkert veitt.

Veitt er á fjórar stangir frá og með 20 júni, til og með 30. júní. Einnig frá og með 16. ágúst, til og með 15. september

Frá og með 1. júli, til og með 15. ágúst er veitt á sex stangir

Ef veiðimenn eða aðrir verða varir við veiðiþjófnað utan skrifstofutíma, þá er hægt að hringja í veiðivörðinn í s. 821-3977 annars er hægt að hringja á skrifstofu SVFR í s. 568-6050

Óheimilt er að veiða nær laxastiga í Elliðavatnsstíflu en 50 metra.  Sama gildir um Árbæjarstíflu og teljarann við Rafstöðina. Veiði er bönnuð í vesturkvísl Elliðaánna, frá Höfðabakkabrú að sjó.

Skrá skal afla í rafræna veiðibók á  www.svfr.is, ennig þarf að skrá “núll” – þegar ekker veiðist

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá Höfuðhyl fyrir neðan Elliðavatnsstíflu og niður að Eldhúshyl skammt ofan við Elliðaárvog

Veiðikort 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Elliðaár eru í hjarta Reykjavíkur

Veiðileyfi og upplýsingar

svfr.is/vefsala

Stangaveiðifélag Reykjavíkur s: 568-6050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Hallá

Þrír laxar á land

„Lóreley Rósenkranz heitir hún, en við fórum saman á barnadaga í júlí og  heppnin var ekki með okkur en þar náði hún að æfa köstin og kynnast ánni aðeins,“ sagði

Lesa meira »

Flott veiði hjá unga veiðimanninum

Ýmir Andri og faðir hans Sigurður Sveinsson fóru í Elliðaárnar á barna- og unglingadegi hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um síðustu helgi og gerðu flotta veiði. Ýmir var að sjálfsögðu að veiða bara

Lesa meira »

Maríulaxinn og fleiri fiskar

„Ólöf Magnúsdóttir, þjóðfræðingur frá Kópaskeri og æskuvinur minn, hafði samband við mig í vikunni og spurði hvort ég hefði nokkuð að gera á sunnudaginn,“ sagði Baldur Guðmundsson um eftirminnilegan sunnudag

Lesa meira »

Flottur maríulax úr Elliðaánum

Eva Lind Ingimundardóttir, 13 ára, landaði fallegum maríulaxi úr Elliðaánum í gær, nánar tiltekið í veiðistaðnum Hraunið sem er á frísvæðinu rétt fyrir ofan vatnsveitubrú. Það komu tveir laxar úr

Lesa meira »

Reykvíkingur ársins – veiddi sinn maríulax í Elliðaánum

Marta Wieczorek grunnskólakennari  í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann í Reykjavík er Reykvíkingur ársins en þetta upplýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar við opnun Elliðaána í morgunsárið. Þórdís

Lesa meira »

Flottur með háfinn í Elliðaánum

„Við fengum fimm laxa, fjórir misstir og einn sleit hjá okkur,“ sagði Ingvar Stefánsson, sem var að koma úr Elliðaánum með syninum.  Elliðaárnar eru komnar í 190 laxa og veiðimenn

Lesa meira »

Ungir og efnilegir veiðimenn

„Þessi yngri heitir Birgir Sveinsson Blöndal, 8 ára og fékk Maríulaxinn sinn í Höfuðhyl á Hörpu #16 og Benedikt, eldri bróðir hans, fékk sinn í Árbæjarhyl á Green Butt #18,“

Lesa meira »
Shopping Basket