Elliðaár

Suðvesturland
Eigandi myndar: Hogni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

14400 kr. – 26300 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Elliðaárnar eru vinsælar veiðiár og það er sannarlega fágætt að geta stundað laxveiðar í miðri höfuðborg. Veiði í ánum hefur verið nokkuð stöðug undanfarin ár, með meðalveiði upp á tæplega 1000 laxa. Það er bjart framundan, því Elliðaárnar eru algjörlega sjálfbærar og samkvæmt mælingum vísindamanna var seiðastofninn 2015 vel haldinn og yfir meðallagi. Áin  hefur verið gríðarlega vinsæl meðal félagsmanna SVFR og færri  komist að en vilja á besta tíma. Börn og unglingar geta notið þess að veiða í ánni einn dag á sumri undir leiðsögn kunnugra manna. Hefur sú hefð átt drjúgan þátt í því að  gera árnar fjölskylduvænar.

 SVFR býður upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum í maí, þar sem veitt er á tvær stangir og eingöngu leyfð fluga. Frekari upplýsingar um þennan möguleika er á síðunni um Silungsveiðiár á Suðvesturlandi.   

Gistimöguleikar

Veiðihús

Veiðihúsið  stendur í hólmanum á milli austur- og vesturkvíslarinnar. Sé ekið niður Breiðholtsbraut er beygt til hægri inn á aðrein að Vesturlandsvegi. Á miðri aðreininni er beygt til hægri inn á afleggjara sem liggur að veiðihúsi. Í húsinu er salernisaðstaða fyrir veiðimenn og þar geta menn sest niður, spjallað og drukkið kaffið sitt.

Veiðireglur

Í byrjun veiðitíma skulu veiðimenn (báðir ef tveir eru um stöng) mæta í veiðihús SVFR við Elliðaár. Dregið er um svæði 15 mínútum fyrir upphaf veiðitíma á hverri vakt. Veiðimönnum er skylt að koma í veiðihús eftir að veiði lýkur, jafnvel þótt þeir hafi ekkert veitt.

Veitt er á fjórar stangir frá og með 20 júni, til og með 30. júní. Einnig frá og með 16. ágúst, til og með 15. september

Frá og með 1. júli, til og með 15. ágúst er veitt á sex stangir

Ef veiðimenn eða aðrir verða varir við veiðiþjófnað utan skrifstofutíma, þá er hægt að hringja í veiðivörðinn í s. 821-3977 annars er hægt að hringja á skrifstofu SVFR í s. 568-6050

Óheimilt er að veiða nær laxastiga í Elliðavatnsstíflu en 50 metra.  Sama gildir um Árbæjarstíflu og teljarann við Rafstöðina. Veiði er bönnuð í vesturkvísl Elliðaánna, frá Höfðabakkabrú að sjó.

Skrá skal afla í rafræna veiðibók á  www.svfr.is, ennig þarf að skrá “núll” – þegar ekker veiðist

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá Höfuðhyl fyrir neðan Elliðavatnsstíflu og niður að Eldhúshyl skammt ofan við Elliðaárvog

Veiðikort 

Veiðileyfi og upplýsingar

svfr.is/vefsala

Stangaveiðifélag Reykjavíkur s: 568-6050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Elliðaár

Sá stóri slapp í Elliðaánum

Veiðin.is náði tali af Hafsteini Má Sigurðssyni sem var við veiðar í Elliðaám fyrir fáum dögum og sagði mikinn fisk vera á flestum veiðistöðum. „Við byrjuðum á efsta svæðinu og

Lesa meira »

Höfðingi úr Árbæjarhyl

Hann hefur svo sannarlega strítt veiðimönnum, sem hafa lagt leið sína í Elliðaárnar í sumar, stórfiskurinn í Árbæjarhyl. Sögur fara af því að menn hafi sett í hann en þær

Lesa meira »

Barnadagar SVFR

Barnadagar voru haldnir í laxfullum Elliðaánum, 11. júlí. Mjög gaman var hjá unga veiðfólkinu, forráðamenn voru upp á bakka að reyna halda aftur af sér …eitthvað veiddist (10 laxar/Maríulaxar og

Lesa meira »

Sannkallaður stórlax úr Elliðaánum

Glæsilegur hængur af stærri gerðinni veiddist í Elliðaánum í morgun. Hann mældist 93 sentímetrar. Eftir því var tekið í fyrra að nokkur aukning var á stórlaxi í borgarperlunni. Þessi verklegi

Lesa meira »
Shopping Basket