Ungir og efnilegir veiðimenn

„Þessi yngri heitir Birgir Sveinsson Blöndal, 8 ára og fékk Maríulaxinn sinn í Höfuðhyl á Hörpu #16 og Benedikt, eldri bróðir hans, fékk sinn í Árbæjarhyl á Green Butt #18,“ segir Sveinn Blöndal faðir þessara efnilegu veiðimanna, sem voru við veiðar í Elliðánum í morgun.

Elliðaárnar hafa gefið 777 laxa  sem er hundrað löxum meiri veiði en í fyrra. 

,„Benedikt hafði einmitt fengið Maríulaxinn sinn í sama hyl fyrir ári síðan og þetta voru nettar hrygnur og báðum sleppt eftir snarpar viðureignir,“ sagði Sveinn ennfremur.

Ljósmynd/Fjör hjá bræðrum við Elliðaárnar í morgun

Veiðar · Lesa meira

Elliðaár