Undanfarin ár hefur Stangaveiðifélag Reykjavíkur gert félögum sínum kleift að ná úr sér veiðihrollinum með því að bjóða upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum. Þessi tími hefur verið vel nýttur af veiðimönnum og hefur alla jafna veiðst vel. Lífríkið í ánni er mjög fjölbreytt og stofn staðbundins urriða sterkur. Menn er beðnir að ganga vel um og gæta að viðkvæmu fuglalífi.
Flottar bleikjur og magnaðir urriðar
Mótorhjólatöffarinn og veiðinördinn Atli Bergmann er búinn að takast á við bæði bleikju og urriða þetta sumarið. Hann gerði flotta veiði í vorveiðinni í Elliðaánum og svo var það Brúará