Ellíðaár – Urriðaveiði

Suðvesturland
Eigandi myndar: Ingimundur Bergsson
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 05 júní

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

8300 kr. – 8300 kr.

Tegundir

Veiðin

Undanfarin ár hefur Stangaveiðifélag Reykjavíkur gert félögum sínum kleift að ná úr sér veiðihrollinum með því að bjóða upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum. Þessi tími hefur verið vel nýttur af veiðimönnum og hefur alla jafna veiðst vel. Lífríkið í ánni er mjög fjölbreytt og stofn staðbundins urriða sterkur.  Menn er beðnir að ganga vel um og gæta að viðkvæmu fuglalífi.

Veiðireglur

Ef veiðifélagar eru ekki með báðar stangirnar þarf að koma sér saman um skiptingu á milli svæða. Veiðivörður hefur sett upp tillögur að skiptingu en veiðmenn þurfa að mæta á staðinn á fyrirfram ákveðnum tíma til að draga og ákveða með skiptingar. Veiðivörður mun hafa samband við alla fyrirfram, en ef þú skyldir hafa keypt leyfi með stuttum fyrirvara bendum við þér á að hafa samband við skrifstofu eða veiðivörðinn í síma 892 9252 utan skrifstofutíma.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá Höfuðhyl niður að og með Hrauni, sem er neðsti veiðistaðurinn. Besta veiðin er í efri hluta Elliðaánna og þar eru Ármótin og Höfuðhylur sterkustu hyljirnir. Athugið að ekki er leyft að veiða nær Elliðavatnsstíflu en 50 metra

Veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Urriðasvæði Elliðaár er í útjaðri höfuðborgarinnar

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur, [email protected]  s: 568-6050

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Ellíðaár – Urriðaveiði

Flottar bleikjur og magnaðir urriðar

Mótorhjólatöffarinn og veiðinördinn Atli Bergmann er búinn að takast á við bæði bleikju og urriða þetta sumarið. Hann gerði flotta veiði í vorveiðinni í Elliðaánum og svo var það Brúará

Lesa meira »
Shopping Basket