Eskihlíðarvatn

Suðurland
Eigandi myndar: mapio.net
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Eskihlíðarvatn er í Landmannaafrétti, norðan við Lifrarfjallsvatn og Dómadalsvatn. Það er 1.53 km² að flatarmáli, dýpst um 27 m og í 530 m hæð yfir sjávarmáli. Náttúrufegurð við vatnið er mikil og ekki síst leiðin um Dómadal. Í vatninu er bæði urriði og bleikja og voru þarna þokkalega vænar bleikjur á sínum tíma, en nú er reyndin önnur. Góð uppeldisskilyrði fyrir bleikju hafa gert það að verkum að urriðinn hefur vikið smám saman og vatnið er nú ofsetið af smárri bleikju. Netaveiði hefur verið reynd en ekki skilað tilsettum árangri.

Gisting & aðstaða

Veiðireglur

Mikilvægt er að veiðimenn skili útfylltum veiðiskýrslum til skálavarðar í Landmannahelli, eða í póstkassa sem staðsettur er við krossgötur þar sem farið er inn að Ljótapolli.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Vegalengd frá Reykjavík er 170 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Skarð í Landsveit, s: 487-1590 & 487-6525 og hjá veiðiverði í Landmannahelli.

http://veidivotn.is/

 

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Eskihlíðarvatn

Engin nýleg veiði er á Eskihlíðarvatn!

Shopping Basket