Fjarðará, sem er allgóð sjóbleikjuá, á megin upptök sín úr Heðarvatni á Fjarðarheiði. Neðsti hluti hennar rennur í gegnum Seyðisfjarðarkaupstað. Hún er fiskgeng upp að Fjarðarselsfossi en þar stendur rafstöð við Fjarðarsel. Í Fjarðará er ágætis sjóbleikja, talsvert af 2 – 3 punda en þó mest um pund og aðeins yfir það. Um ána slæðist einstaka lax. Mörgum þykir áin skemmtileg til veiða, þá ekki síst með flugu í þeim fjölmörgu veðistöðum sem eru í boði. Besta veiðin mun vera síðsumars.