Fljótaá er i Holtshreppi i Fljótum um 24 km frá Siglufirði. Hún kemur úr Stífluvatni og er nálægt 8 km að lengd. Vatnakerfið samanstendur af Miklavatni, Fljótaá og hliðaránum Reykja- og Brúnastaðará. Fljótaá er laxveiðiá en hún er einnig þekkt fyrir mikla bleikjuveiði, bæði af staðbundinni og sjógenginni bleikju. Seldir eru tveir – þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis. Meðalveiði í ánni er um 160 laxar og 2000 bleikjur.
Fljótaá komin í gírinn eftir leysingar
Eftir erfitt vor og kalda sumarbyrjun er Fljótaá farin að gefa ágæta veiði. Framan af var kalt og svo fylgdu gríðarlegar leysingar. En nú horfa hlutir til betri vegar. Vigfús