Flókadalsá, sem oft er kölluð Flóka, hefur einkenni bæði dragáa og lindáa. Hún á upptök í vestanverðu Oki, og fellur þaðan, 35 km leið til Hvítár í Borgarfirði, rétt ofan við Svarthöfða. Eftir talsverða fiskvegagerð er hún orðin laxgeng langleiðina til upptaka sinna og þveráin Engjadalsá að hluta. Fáar ár á landinu skarta jafn stöðugu vatnsrennsli og minni sveiflum í veiði og Flókan. Því er meðalveiði hátt miðað við stangarfjölda og árin 2008 til 2010 skilaði hún veiði yfir 700 laxa. Sumarið 2013 var svo metveiði þegar 937 laxar komu á land. Veiðileyfi eru mjög eftirsótt og fá oftast færri en vilja.
Flottir maríulaxar í Flókadalsá
Katla Madeleine með sínn maríulax Það var mikill spenningur hjá þeim systkinum Allan Sebastian 8 ára og Kötlu Madeleine 6 ára að fá loksins að fara í laxveiði með pabba