Flókadalsá

Suðvesturland
Eigandi myndar: Golli
Calendar

Veiðitímabil

18 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Lax

Veiðin

Flókadalsá, sem oft er kölluð Flóka, hefur einkenni bæði dragáa og lindáa. Hún á upptök í vestanverðu Oki, og fellur þaðan, 35 km leið til Hvítár í Borgarfirði, rétt ofan við Svarthöfða. Eftir talsverða fiskvegagerð er hún orðin laxgeng langleiðina til upptaka sinna og þveráin Engjadalsá að hluta. Fáar ár á landinu skarta jafn stöðugu vatnsrennsli og minni sveiflum í veiði og Flókan. Því er meðalveiði hátt miðað við stangarfjölda og árin 2008 til 2010 skilaði hún veiði yfir 700 laxa. Sumarið 2013 var svo metveiði þegar 937 laxar komu á land.  Veiðileyfi eru mjög eftirsótt og fá oftast færri en vilja. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Sumarið 2002 var tekið í notkun nýtt veiðihús við ána. Stendur það í Varmalækjarlandi nokkuð ofan við þjóðveg nr. 50. Ekið er inn Flókadalsveg nr. 515 og um það bil 500 metra akstur er beygt til vinstri í átt að veiðihúsinu. Þar er hin besta aðstaða fyrir veiðimenn, gistirými er í fjórum þriggja manna herbergjum.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er Flókadalsá öll og hluti af Engjadalsá, allt frá Svarthöfða og að Lambafossi. Samtals um 16 km

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 37 km, Akranes: 67 km, Reykjavík: 104 km og Akureyri: 356 km

Áhugaverðir staðir

Deildartunguhver & Krauma: 16 km, Hraunfossar og Barnafoss: 37 km, Húsafell: 44 km og Víðgelmir: 47 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Sigurður Jakobsson, Varmalæk s: 435-1442 & 862-2822. Eftirspurn er mikil og fasta kúnnar ganga ávallt fyrir

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Flókadalsá

Flottir maríulaxar í Flókadalsá

Katla Madeleine með sínn maríulax Það var mikill spenningur hjá þeim systkinum Allan Sebastian 8 ára og Kötlu Madeleine 6 ára að fá loksins að fara í laxveiði með pabba

Lesa meira »
Shopping Basket