Fögruhlíðarós (vorveiði)

Austurland
Eigandi myndar: Veiditorg.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 30 júní

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús, Annað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

20000 kr. – 20000 kr.

Tegundir

Veiðin

Fögruhlíðarós er ákaflega skemmtilegt sjóbleikjusvæði og þarna myndast oft sérstök stemmning þegar veitt er að nóttu til. Þarna veiðist eitthvað af sjóbirtingi og einnig hefur lax látið á sér kræla undanfarið. Töluverð urriðaveiði getur einnig verið ofar í Fögruhlíðará og upp að Réttarhyl. Kjörið svæði fyrir smærri hópa sem vilja góða sjóbleikjuveiði og að eiga jafnframt von á urriða, sjóbirtingi og laxi. Margir hafa upplifað ógleymanlegar stundir við Fögruhlíðarós.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðimenn geta skoðað með gistingu í Veiðihúsinu Hálsakoti í Jökulsárhlíð, með eða án fæðis, ef herbergi eru þar laus

Aðrir gistimöguleikar

Engin skyldugisting er fyrir þetta svæði en tilvalið er að gista ofar í Jökulsárhlíð í íbúðarhúsinu að Breiðumörk. Þar er aðstaða fyrir 4-6 menn í þrem uppbúnum tveggja manna herbergjum. Þar er líka þurrkherbergi, stór stofa með sjónvarpi og eitt baðherbergi. Frítt Wifi-internet er á staðnum.

Veiðireglur

Ekki er sleppiskylda á silung þó veiðimenn séu hvattir til að sleppa stærri bleikjum. Kvóti er 2 laxar á stöng á dag og er skylt að sleppa öllum löxum 70 cm eða stærri.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæði: Fögruhlíðarós og Fögruhlíðará að og með Réttarhyl. Efra svæði Jöklu III fylgir með seldum veiðileyfum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: 64 km, Vopnafjörður: um 34 km, Akureyri: um 265 um Vaðlaheiðargöng, Reykjavík: 643 km um Akureyri

Nærliggjandi flugvellir

Egilsstaðaflugvöllur: 62 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðiþjónustan Strengir s: 660-6890, [email protected], www.strengir.com

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Fögruhlíðarós (vorveiði)

Engin nýleg veiði er á Fögruhlíðarós (vorveiði)!

Shopping Basket