Fornaselsvatn er er í 10m hæð yfir sjó og um 0.19 km² að flatarmáli. Í því er að finna stofn ísaldarurriðans sem þekktur er úr Þingvallavatni. Einnig er í vatninu annar stofn urriða sem ættir á að rekja til Veiðivatna. Hefur urriðinn í vatninu náð góðri stærð og er það ekki ofsetið. Um 20 – 30 mínútna gangur er að vatninu og ætti það ekki að fæla menn frá því að reyna þar veiðar.