Frostastaðavatn

Suðurland
Eigandi myndar: veidikortid.is
Calendar

Veiðitímabil

10 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Frostastaðavatn er stærst Framvatnanna svokölluðu sunnan Tungnaár og hefur löngum verið vinsælasta veiðivatnið á svæðinu. Það liggur í um 570 metrum yfir sjávarmáli og er 2.5 km² að flatarmáli. Umhverfi Frostastaðavatns er afskaplega fallegt og einkennist helst af hrauni sem umlykur það úr flestum áttum. Í vatninu er aðallega smábleikja, gríðarlegt magn, en einnig urriði. Urriðiðastofninum hefur hrakað mikið undanfarin ár. Það er hinsvegar ekki algilt að eingöngu sé smábleikja í vatninu, því inn á milli setja menn í ágætis fiska. Veiða má á allt leyfilegt agn og einnig hefur verið gefið leyfi á netalagnir, til að hjálpa við grisjun. Vinsælustu veiðistaðirnir eru norðan við bílastæðið og út af Frostastaðahrauni þar sem oft má setja í vænar bleikjur. Austan vatnsins er vinsælt að veiða frá bílstæðinu og inn að botni að sunnan. Hér eins og annars staðar í Framvötnum eru veiðimenn beðnir um að sleppa engri bleikju, grisjunar er þörf eins og í öðrum bleikjuvötnum Framvatna. 

Gisting & aðstaða

Veiðireglur

Reglur: Mikilvægt er að veiðimenn skili útfylltum veiðiskýrslum til skálavarðar í Landmannahelli eða í póstkassa sem staðsettur er við krossgötur þar sem farið er inn að Ljótapolli.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Aðkoman að vatninu er nokkuð góð og vegurinn liggur meðfram vatninu að norðan- og austanverðu þar sem eru bílastæði fyrir veiðimenn

Veiðileyfi og upplýsingar

Skarð í Landsveit, s: 487-1590 & 487-6525 og hjá veiðiverði í Landmannahelli

http://veidivotn.is/

Frostastaðavatn er einnig hluti af  Veiðikortinu 

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Frostastaðavatn

Frostastaðavatn

Ég mæli hiklaust með því að fara í Frostastaðavatn með unga veiðimenn til að leyfa þeim að æfa sig. Ég fór með strákana mína í 2 daga þangað og það

Lesa meira »
Shopping Basket