Frostastaðavatn er stærst Framvatnanna svokölluðu sunnan Tungnaár og hefur löngum verið vinsælasta veiðivatnið á svæðinu. Það liggur í um 570 metrum yfir sjávarmáli og er 2.5 km² að flatarmáli. Umhverfi Frostastaðavatns er afskaplega fallegt og einkennist helst af hrauni sem umlykur það úr flestum áttum. Í vatninu er aðallega smábleikja, gríðarlegt magn, en einnig urriði. Urriðiðastofninum hefur hrakað mikið undanfarin ár. Það er hinsvegar ekki algilt að eingöngu sé smábleikja í vatninu, því inn á milli setja menn í ágætis fiska. Veiða má á allt leyfilegt agn og einnig hefur verið gefið leyfi á netalagnir, til að hjálpa við grisjun. Vinsælustu veiðistaðirnir eru norðan við bílastæðið og út af Frostastaðahrauni þar sem oft má setja í vænar bleikjur. Austan vatnsins er vinsælt að veiða frá bílstæðinu og inn að botni að sunnan. Hér eins og annars staðar í Framvötnum eru veiðimenn beðnir um að sleppa engri bleikju, grisjunar er þörf eins og í öðrum bleikjuvötnum Framvatna.
Frostastaðavatn
Ég mæli hiklaust með því að fara í Frostastaðavatn með unga veiðimenn til að leyfa þeim að æfa sig. Ég fór með strákana mína í 2 daga þangað og það