Fullsæll á upptök sín í Bjarnarfelli og Sandfelli og rennur í Brúará á milli Efri-Reykja og Syðri-Reykja. Ofarlega heitir hann að vísu Andalækur, en eftir að Graflækur rennur saman við Andalæk heitir áin Fullsæll allt að Brúará. Þetta er tiltölulega grunn og lituð á og oft er nokkuð mikið slý í henni. Þó eru þarna nokkrir fínir veiðistaðir. Það er töluvert mikið af fiski í ánni, bæði bleikja og urriði, sem oft eru á bilinu 1 ~ 2 pund en þó eru þar einnig stærri fiskar.