Geitafellsá

Norðausturland
Eigandi myndar: fluguveidi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

10000 kr. – 10000 kr.

Tegundir

Veiðin

Geitafellsá er lítil á í Reykjahverfi og er hluti af hinu víðfeðma vatnakerfi Laxár í Aðaldal. Hún kemur úr Kringluvatni og rennur til Langavatns. Þetta er góð urriðaá og leynast þarna vænir fiskar inn á milli, en oftast eru þeir þetta 400 – 600 gr. Seinna um sumarið gengur bleikja upp í ánna, úr Langavatni, og er þá hægt að lenda í góðri veiði. Þetta er yfirleitt í júlí eða ágúst. Við Geitafellsá ber að fara varlega um bakkana til að styggja ekki fisk og þarna geta menn svo sannarlega lent í ævintýralegri veiði á þurrflugu þegar aðstæður leyfa.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Möguleiki er á að fá gistingu á Geitafelli sjá nánar hér facebook.com/Geitafell

Veiðireglur

Veiðimenn eru beðnir um að forðast að fara inná bílastæðið við Geitafell og hafa umgang í kringum bæinn sem minnstan til að valda ekki ónæði.

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók

Sleppa skal öllum laxi og urriða en heimilt að drepa bleikju

Kort og leiðarlýsingar

Svæðið nær frá Kísilvegi og niður að Langavatni

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: 28 km, Akureyri: 68 km, Egilsstaðir: 95 km og Reykjavík: 455 km

Veitingastaðir

Heiðarbær: 10 km og Dalakofinn: 25 km

Áhugaverðir staðir

Mývatn: 28 km, Goðafoss: 34 km og Sjóböðin Húsavík: um 30 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Gufuá

Engin nýleg veiði er á Hólsá – Borgarsvæðið!

Shopping Basket