Geitafellsá

Norðausturland
Eigandi myndar: fluguveidi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

3500 kr. – 3500 kr.

Tegundir

Veiðin

Geitafellsá er lítil á í Reykjahverfi og er hluti af hinu víðfeðma vatnakerfi Laxár í Aðaldal. Hún kemur úr Kringluvatni og rennur til Langavatns. Þetta er góð urriðaá og leynast þarna vænir fiskar inn á milli, en oftast eru þeir þetta 400 – 600 gr. Seinna um sumarið gengur bleikja upp í ánna, úr Langavatni, og er þá hægt að lenda í góðri veiði. Þetta er yfirleitt í júlí eða ágúst. Við Geitafellsá ber að fara varlega um bakkana til að styggja ekki fisk og þarna geta menn svo sannarlega lent í ævintýralegri veiði á þurrflugu þegar aðstæður leyfa.

Gistimöguleikar

Veiðihús

Án þjónustu

Möguleiki er á að fá gistingu á Geitafelli sjá nánar hér facebook.com/Geitafell

Veiðireglur

Veiðimenn eru beðnir um að forðast að fara inná bílastæðið við Geitafell og hafa umgang í kringum bæinn sem minnstan til að valda ekki ónæði.

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Sleppa skal öllum laxi og urriða en heimilt að drepa bleikju.

Kort og leiðarlýsingar

Svæðið nær frá Kísilvegi og er jafnframt efsti veiðistaður árinnar pollurinn neðan við Kísilveg.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: 28 km, Akureyri: 68 km, Egilsstaðir: 95 km og Reykjavík: 455 km

Veitingastaðir

Heiðarbær: 10 km og Dalakofinn: 25 km

Áhugaverðir staðir

Mývatn: 28 km, Goðafoss: 34 km og Sjóböðin Húsavík: um 30 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Geitafellsá

Engin nýleg veiði er á Geitafellsá!

Shopping Basket