Grímsá í Lundarreykjadal er vel þekkt og telst til bestu laxveiðiáa landsins. Grímsá rennur úr Reyðarvatni, inn af Lundarreykjadal. Í það falla smáár og lækir, að nokkru leyti uppsprettuvatn, sem gefa Grímsá nokkurn lindarársvip. Tunguá (hliðará Grímsár) rennur í Grímsá við Veiðistað 600. Oddastaðafljót. Samanlagt vatnasvið ánna er 313 km2. Fyrst er vitað um stangaveiði í Grímsá árið 1862 og voru þar enskir menn á ferð. Eftir það nýttu Englendingar neðri hluta árinnar að mestu leiti allt fram á fyrri heimstyrjöld og einnig að nokkru leiti á millistríðsárunum. Frá seinna stríði og fram yfir 1970 nýttu landeigendur sjálfir veiðina eða leigðu hana ýmsum innlendum aðilum. Árið 1971 var stofnað veiðifélag um báðar árnar og vatnasvæðið síðan leigt.
Grímsá með haustmönnum
„Með árunum þykir mér orðið meira vænt um haustveiðina, þetta árið eins og oft áður var haustið betra en sumarið í veðri,“ sagði Stefán Gaukur Rafnsson, sem var að koma