Grímsá & Tunguá

Suðvesturland
Calendar

Veiðitímabil

24 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Grímsá í Lundarreykjadal er vel þekkt og telst til bestu laxveiðiáa landsins. Grímsá rennur úr Reyðarvatni, inn af Lundarreykjadal. Í það falla smáár og lækir, að nokkru leyti uppsprettuvatn, sem gefa Grímsá nokkurn lindarársvip. Tunguá (hliðará Grímsár) rennur í Grímsá við Veiðistað 600. Oddastaðafljót. Samanlagt vatnasvið ánna er 313 km2. Fyrst er vitað um stangaveiði í Grímsá árið 1862 og voru þar enskir menn á ferð. Eftir það nýttu Englendingar neðri hluta árinnar að mestu leiti allt fram á fyrri heimstyrjöld og einnig að nokkru leiti á millistríðsárunum. Frá seinna stríði og fram yfir 1970 nýttu landeigendur sjálfir veiðina eða leigðu hana ýmsum innlendum aðilum. Árið 1971 var stofnað veiðifélag um báðar árnar og vatnasvæðið síðan leigt.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið Fossás var tekið í notkun vorið 1973. Húsið á sér enga hliðstæðu á Íslandi og þó víðar væri leitað og hefur alla tíð vakið mikla athygli þeirra sem þangað hafa komið eða framhjá farið. Arkitektinn sem teiknaði veiðihúsið við Grímsá er bandaríski veiðimaðurinn Ernest Schwiebert sem veiddi í Grímsá í mörg sumur. Húsið er rúmgott og með herbergi fyrir gesti og starfsfólk, setustofu, borðstofu og fundaraðstöðu. Útsýnið gerist vart glæsilegra. Til að kóróna dýrðina hefur nú verið settur upp heitur pottar með útsýni yfir fossinn.

Kort og leiðarlýsingar

Ekinn er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og rétt áður en komið er að Borgarfjarðarbrú er sveigt til hægri inn á þjóðveg númer 50. Er númer 50 ekinn þar til að komið er að vegamótum og er þá tekin vinstri beygja að Hvítárvöllum. Mjög fljótt eftir þessi gatnamót er vegarslóði til hægri sem liggur að veiðihúsinu. Hann er vel merktur og rekur sig yfir kjarri vaxið holt.

Laxgenga svæðið í Grímsá er 32 km langt. Laxgenga svæðið í Tunguá er 10 km langt

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 18 km, Reykjavík: 86 km, Reykjanesbær: 128 km og Akureyri: 312 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 88 km og Keflavíkurflugvöllur: 130 km

Áhugaverðir staðir

Krauma: 18 km, Hraunfossar og Barnafoss: 40 km, Húsafell: 46 km og hellirinn Víðgelmir: 50 km

Veiðileyfi og upplýsingar

hreggnasi.is

Hreggnasi ehf s: 577 2230 & 898 2230, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hallá

Grímsá með haustmönnum

„Með árunum þykir mér orðið meira vænt um haustveiðina, þetta árið eins og oft áður var haustið betra en sumarið í veðri,“ sagði Stefán Gaukur Rafnsson, sem var að koma

Lesa meira »

Fyrstu laxarnir úr Grímsá

„Já við erum byrjaðir í Grímsá í Borgarfirði en veiðin hófst í morgun og það komu fjórir laxar á land,“ sagði Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa við Grímsá. Það eru erlendir veiðimenn

Lesa meira »

Þrír á land í Grímsá

„Það komu þrír á land hjá okkur í dag í Grímsá í Borgarfirði og settum í þrjá til viðbótar, allir teknir á straumflugur,“ sagði Hafþór Óskarsson við Grímsá í kvöld 

Lesa meira »
Shopping Basket