Grímsá í Lundarreykjadal er vel þekkt og telst til bestu laxveiðiáa landsins. Grímsá rennur úr Reyðarvatni, inn af Lundarreykjadal. Í það falla smáár og lækir, að nokkru leyti uppsprettuvatn, sem gefa Grímsá nokkurn lindarársvip. Tunguá (hliðará Grímsár) rennur í Grímsá við Veiðistað 600. Oddastaðafljót. Samanlagt vatnasvið ánna er 313 km2. Fyrst er vitað um stangaveiði í Grímsá árið 1862 og voru þar enskir menn á ferð. Eftir það nýttu Englendingar neðri hluta árinnar að mestu leiti allt fram á fyrri heimstyrjöld og einnig að nokkru leiti á millistríðsárunum. Frá seinna stríði og fram yfir 1970 nýttu landeigendur sjálfir veiðina eða leigðu hana ýmsum innlendum aðilum. Árið 1971 var stofnað veiðifélag um báðar árnar og vatnasvæðið síðan leigt.
Þrír á land í Grímsá
„Það komu þrír á land hjá okkur í dag í Grímsá í Borgarfirði og settum í þrjá til viðbótar, allir teknir á straumflugur,“ sagði Hafþór Óskarsson við Grímsá í kvöld