Á Grímstunguheiði má finna afar fjölbreytta og skemmtilega veiðimöguleika. Samanlögð bakkalengd ársvæða á heiðinni er rúmlega 200 km. Efri hluti Vatnsdalsár er vatnsmestur og þar veiðast gjarnan stærstu fiskarnir. Veiða má Vatnsdalsá ofan fossaraðarinnar Rjúkanda, Kerafoss og Skínanda. Í kvíslunum sem mynda Vatnsdalsá má einnig gera góða veiði og hefur Strangakvísl oft gefið vel. Einnig er fiskur í Þjófakvísl, Miðkvísl og Kolkukvísl. Refkelsvatn, Galtavatn og Þórarinsvatn gefa einnig oft góða veiði. Fiskurinn í vötnunum er vænn, meðalþyngd 2.5-3 pund. Fjöldi annarra vatna er á heiðinni og fiskur í þeim flestum.
Mokveiði á Grímstunguheiði
„Þetta er í fyrsta skipti sem við komum á svæðið, mikil þoka var þarna og töluverður vindur en bleikjan var einungis að taka fluguna og þá helst pínulitlar Zeldur sem