Gufudalsá

Vestfirðir
Eigandi myndar: SVFR
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 10 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

34500 kr. – 42700 kr.

Tegundir

Veiðin

Gufudalsá er gjöful bleikjuveiðiá tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Þarna hafa ungir veiðimenn oft á tíðum stigið sín fyrstu skref í veiðimennsku. Sjógengin bleikja veiðist bæði í ánni og vatninu, mest í kringum eitt pund, en einnig bleikjur allt að fjögur pund. Nokkrir tugir laxa hafa veiðst síðustu árin. Mest veiðist á flugu. Meðalveiði er um 600 bleikjur og 30 laxar á sumri. Aðgengi að veiðistöðum er gott og notarlegt veiðihús er við ána. Töluvert af veiðinni kemur á land úr Gufudalsvatni, en þar veiðist best þegar töluverð gára er á vatninu. Seld eru þriggja daga holl frá fimmtudags-eftirmiðdegi til hádegis á sunnudegi og síðan tvö tveggja daga holl. Enginn kvóti er, en við biðlum til veiðimanna að sýna hófsemi.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er stórt og í mjög góðu standi eftir miklar endurbætur vorið 2017. Þar eru sex tveggja manna herbergi, fjögur með rúmum og tvö með kojum. Eldhús með eldhúsáhöldum og borðbúnaði er fyrir 12, borð- og setustofa, baðherbergi, snyrting, forstofa, kæligeymsla og vöðlugeymsla. Á staðnum er gasgrill og pallur með heitum potti er við húsið.

Komudag mega veiðimenn koma í veiðihúsið klukkutíma áður en veiðitími hefst og brottfarardag skulu þeir vera farnir úr húsinu klukkutíma eftir að veiði er lokið. Í húsinu mega dvelja eins margir og húsrúm leyfir. Sængur og koddar eru til staðar en veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað, handklæði og hreinlætisvörur. Mönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og taka með sér allt rusl í ruslagám niður við þjóðveg. Kort af ánni hangir uppi í veiðihúsinu ásamt veiðireglum. Skrá skal alla veiði í veiðibók og er sérstaklega brýnt fyrir veiðimönnum að skrá aðeins einn fisk í hverja línu.

Kort og leiðarlýsingar

Frá Reykjavík er ekið um Borgarnes, Bröttubrekku, Dali og Gilsfjarðarbrú, og áfram vestur þjóðveg nr. 60, fyrir Þorskafjörð, yfir Hjallaháls og fyrir Djúpafjörð, yfir Ódrjúgsháls í Gufufjörð. Frá vegamótum í Gufudal er ekið inn dalinn yfir litla brú og beygt strax til hægri og er veiðihúsið við enda slóðans niður undir Gufudalsvatni.

Veiðisvæði árinnar er frá ósi, að efri fossum ofan Gufudalsvatns og Gufudalsvatn allt. Heildarlengd þess er u.þ.b. 8 km

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Búðardalur: 112 km / Reykjavík: 265 km

Áhugaverðir staðir

Reykhólar og Reykhólasveit

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur, [email protected]  sími: 568 6050

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vestfirðir

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Gufudalsá

Engin nýleg veiði er á Gufudalsá!

Shopping Basket