Hæðargarðsvatn er lítið og og vinalegt vatn rétt við Kirkjubæjarklaustur og liggur vegurinn sem er farinn niður í Meðalland/Landbrot fram hjá því. Vatnið er um 0.16 km² að flatarmáli og er í 22 m hæð yfir sjávarmáli. Ekki er sjáanlegt rennsli úr því, né í það, en vatnið endurnýjast hinsvegar með neðanjarðarlækjum sem eru í hrauninu allt í kringum vatnið. Þarna er mikill fiskur og töluvert af vænum urriðum, oft 4 pund að þyngd. Talið er að sjóbirtingsseiði komist í vatnið í gegnum neðanjarðarlæki og því sé hluti af fisknum þarna í raun sjóbirtingur. Besta veiðin er snemma á vorin og fram í júní og ekki er amast við því þótt veiðimenn séu að veiðum um nætur. Þarna er hægt að eiga dásamlegar stundir í ljósaskiptunum. Veiða má í öllu vatninu