Hæðargarðsvatn

Suðurland
Eigandi myndar: Lilja Magnúsdóttir
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús, Gistihús, Tjald, Annað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2000 kr. – 2000 kr.

Veiðin

Hæðargarðsvatn er lítið og og vinalegt vatn rétt við Kirkjubæjarklaustur og liggur vegurinn sem er farinn niður í Meðalland/Landbrot fram hjá því. Vatnið er um 0.16 km² að flatarmáli og er í 22 m hæð yfir sjávarmáli. Ekki er sjáanlegt rennsli úr því, né í það, en vatnið endurnýjast hinsvegar með neðanjarðarlækjum sem eru í hrauninu allt í kringum vatnið. Þarna er mikill fiskur og töluvert af vænum urriðum, oft 4 pund að þyngd. Talið er að sjóbirtingsseiði komist í vatnið í gegnum neðanjarðarlæki og því sé hluti af fisknum þarna í raun sjóbirtingur. Besta veiðin er snemma á vorin og fram í júní og ekki er amast við því þótt veiðimenn séu að veiðum um nætur. Þarna er hægt að eiga dásamlegar stundir í ljósaskiptunum. Veiða má í öllu vatninu

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðimenn geta athugað með veiðihúsið við Hörgsána. Það er 45m2, með 2 svefnherbergjum, rafmagni og vel útbúið

Aðrir gistimöguleikar

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Örstutt er í alla þjónustu á Kirkjubæjarklaustri, fjarlægð frá Reykjavík er um 260 km

Veitingastaðir

Kaffi Munkar og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri.

Áhugaverðir staðir

vatnajokulsthjodgardur.is

Kirkjubæjarklaustur: Systrafoss, Systrastapi, Rauðárfoss, Kirkjugólf, Fjarðarárgljúfur og Stjórnarfoss.

Veiðileyfi og upplýsingar

Skaftárstofa upplýsingarmiðstöð s: 487-4620

Veiðifélagar Fishpartner – árskort

Veiðifélagar veiða frítt í Hæðagarðsvatni

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hæðargarðsvatn

Engin nýleg veiði er á Hæðargarðsvatn!

Shopping Basket