Þetta er sagt vera gott veiðivatn. Það er í 25 m hæð yfir sjó og er áætlað um 0.10 km² að stærð. Það er aðallega urriðin í vatninu sem er eftirsóttur en dæmi eru um allt að átta punda fiska. Bleikjan er hinsvegar að mestu leyti smá, mest þetta um eitt pund. Til þess að komast að vatninu er beygt frá vegi nr. 60 um Dali og Bæjarsveit skammt fyrir sunnan afleggjarann að Reykhólum. Ekið er suður í áttina að bænum Hafrafelli.