Hafralón er á hálendinu norðaustur af Stakfelli og liggur í 485 m hæð yfir sjó. Þetta allnokkurt vatn og er sagt vera um 1.40 km² að flatarmáli. Úr Hafralóni falla nokkrir kílar sem eru upptök Hafralónsár. Aðgengi er ekki gott, besta leiðin mun vera um svokallaða Barðsmelsleið frá bænum Tunguseli. Er sá slóði eingöngu fær góðum jeppum. Frá þeim stað sem hann endar er um klukkutíma gangur að Hafralóni. Í lóninu og einnig kílunum sem úr því renna er ágætis bleikja, mikið af 2-3 punda fiskum og allt upp í 6 punda. Það er gaman að geta þess að Eggert Skúlason og félagar gerðu vel lukkaða ferð upp að Hafralóni og var þeirri ferð gerð góð skil í þætti hans Sporðakasti.