Hafralónsá

Norðausturland
Eigandi myndar: Viðskiptablaðið
Calendar

Veiðitímabil

24 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Hafralónsá í Þistilfirði er ein af vatnsmestu ám Norðausturlands og því mikil og margbrotin. Þar skiptast á gljúfur með miklum hamraveggjum og fallegar malarbreiður. Veiðin í Hafralónsá hefur verið þokkaleg síðustu árin. Í megindráttum má skipta ánni í þrjá hluta. Neðst rennur hún á eyrum með fremur lygnum stórum breiðum en inn á milli eru stríðir strengir þar sem laxinn hvílir sig gjarnan á leið sinni upp ána. Miðhlutinn er að mestu í gljúfri og geymir hina frægu staði Gústa og Stapa, en í þeim má finna lax allt tímabilið. Ofar rennur áin um heiðar og hvamma þar sem finna má marga gríðarlega fallega veiðistaði. Veitt er í 2-3 daga í senn, frá hádegi til hádegis. Meðalveiði í ánni síðustu 10 árin er um 340 laxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihús Hafralónsár stendur í landi Hvamms á vesturbakka árinnar. Í húsinu eru 6 tveggja manna herbergi og eitt eins manns. Veiðimenn sjá um sig sjálfir, en hægt er að panta uppábúin rúm.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæði Hafralónsár er um 28 km langt með um 55 merktum veiðistöðum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Þórshöfn: 10 km, Akureyri: 230 km, Reykjavík: 617 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 230 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Hreggnasi s: 577-2230 & 898-2230, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hafralónsá

Félag Ratcliffes tekur Hafralónsá á leigu

Six Rivers Project, félag breska auðmannsins Jim Ratcliffe, hefur undirritað tíu ára leigusamning um veiðirétt í Hafralónsá. Samningurinn var undirritaður í gær á skrifstofu Langanesbyggðar. Ljósmynd/SRP mbl.is – Veiði ·

Lesa meira »
Shopping Basket