Hafralónsá í Þistilfirði er ein af vatnsmestu ám Norðausturlands og því mikil og margbrotin. Þar skiptast á gljúfur með miklum hamraveggjum og fallegar malarbreiður. Veiðin í Hafralónsá hefur verið þokkaleg síðustu árin. Í megindráttum má skipta ánni í þrjá hluta. Neðst rennur hún á eyrum með fremur lygnum stórum breiðum en inn á milli eru stríðir strengir þar sem laxinn hvílir sig gjarnan á leið sinni upp ána. Miðhlutinn er að mestu í gljúfri og geymir hina frægu staði Gústa og Stapa, en í þeim má finna lax allt tímabilið. Ofar rennur áin um heiðar og hvamma þar sem finna má marga gríðarlega fallega veiðistaði. Veitt er í 2-3 daga í senn, frá hádegi til hádegis. Meðalveiði í ánni síðustu 10 árin er um 340 laxar.
Eldislax veiddist í Hafralónsá í sumar
Þann 29. ágúst veiddist 79 sentímetra hrygna í Laxahyl í Hafralónsá. Þessi stóri lax tók flugu sem heitir Jens og er skírð í höfuðið á Sigurði Jens, sem var á