Haukadalsvatn er 3,28 km², 41 m djúpt og í 37 m hæð yfir sjó. Það er mikið af bleikju í vatninu og stundum veiðist þar lax, þar sem Haukadalsá rennur í gegnum það. Stærð bleikjunnar er 1-2 pund og hún veiðist helst á maðk, flugu eða spún. Besta veiðin fæst jafnan þar sem lækir renna í vatnið. Haukadalsvatn er síðsumarsvatn og því er besti veiðitíminn frá miðjum júlí og fram í septemberlok.
Veiddu eldislax í Haukadalsvatni
„Við bræður vorum á ferð í Efri Haukadalsá í fyrradag og áttum þá leið niður að Haukadalsvatni, þar tókum við nokkur köst í vatnið,“ sagði Þröstur Reynisson sem var á