Haukadalsvatn

Vesturland
Eigandi myndar:
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2500 kr. – 2500 kr.

Tegundir

Veiðin

Haukadalsvatn er 3,28 km², 41 m djúpt og í 37 m hæð yfir sjó. Það er mikið af bleikju í vatninu og stundum veiðist þar lax, þar sem Haukadalsá rennur í gegnum það. Stærð bleikjunnar er 1-2 pund og hún veiðist helst á maðk, flugu eða spún. Besta veiðin fæst jafnan þar sem lækir renna í vatnið. Haukadalsvatn er síðsumarsvatn og því er besti veiðitíminn frá miðjum júlí og fram í septemberlok.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Handhafar Veiðikortsins geta tjaldað endurgjaldslaust við vatnið í samráði við landeiganda og á eigin ábyrgð.

Veiðireglur

Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Korthafar eiga að skrá sig hjá landeigenda, Sigurði Jökulssyni að Vatni, og jafnframt sýna Veiðikortið og persónuskilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er um Bröttubrekku og þaðan upp þjóðveg 587, rétt áður en komið er að Haukadalsá.

Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að veiða í landi Vatns. Ekki má veiða innan við 100 metra frá ósi. Veiðisvæðið nær þaðan og allt að gilinu.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Búðardalur: 15 km, Borgarnes: 73 km, Reykjavík: um 145 km og Akureyri: 283 km

Áhugaverðir staðir

Víkingahúsið Eiríksstöðum: 2 km, Erpstaðir: 12 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Haukadalsvatn er hluti af Veiðikortinu 

Veiðivörður: Sigurður Jökulsson að Vatni, s: 434-1350

Ferðaþjónustan á Stóra Vatnshorni s: 434-1342, býður gestum að veiða fyrir þeirra landi endurgjaldslaust.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Haukadalsvatn

Veiddu eldislax í Haukadalsvatni

„Við bræður vorum á ferð í Efri Haukadalsá í fyrradag og áttum þá leið niður að Haukadalsvatni, þar tókum við nokkur köst í vatnið,“ sagði Þröstur Reynisson sem var á

Lesa meira »

Efnileg ung veiðikona í Haukadalsá

Sjö ára veiðikonan hún Karla Kristín Madsdóttir Petersen var í fjölskylduveiðiferð í Haukadalsvatni sl. fimmtudag og landaði þar fyrsta flugufisknum sínum. Karla Kristín veit fátt skemmtilegra en að veiða og

Lesa meira »
Shopping Basket