Heiðarvatn er um 1.9 km² að flatarmáli og liggur í um 70 metrum yfir sjávarmáli. Dýpst hefur það mælst um 30 metrar, en meðaldýpið er hinsvegar um 13 metrar. Þetta vatn hefur um árabil verið eitt af vinsælustu og þekktustu vötnum landsins þar sem hægt er að veiða næstum allar gerðir íslenskra ferskvatnsfiska, þ.e. sjóbirting, urriða, vatnableikju og stöku lax. Mikið af fiskinum í Heiðarvatni er smábleikja, en sjóbirtingurinn getur hinsvegar orðið allt að 13~14 pund. Því er ráðlegt er að hafa sterka tauma ef egnt er fyrir sjóbirting og urriða, svo ekki sé talað um laxinn sem hefur slitið ófáar silungalínurnar. Úr Heiðarvatni rennur Vatnsá í Kerlingardalsá.
Hettumáfar og hamborgarhryggur í opnun
Heiðarvatn skammt ofan Víkur í Mýrdal opnaði 1. maí. Vatnið er rómað silungsveiðivatn og móðir Vatnsár sem er laxveiðiperla sem fellur í Kerlingadalsá. Sami hópur veiðimanna hefur opnað vatnið um