Heiðarvatn

Suðurland
Eigandi myndar: mbl.is
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

meira en 5 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Veiðin

Heiðarvatn er um 1.9 km² að flatarmáli og liggur í um 70 metrum yfir sjávarmáli. Dýpst hefur það mælst um 30 metrar, en meðaldýpið er hinsvegar um 13 metrar. Þetta vatn hefur um árabil verið eitt af vinsælustu og þekktustu vötnum landsins þar sem hægt er að veiða næstum allar gerðir íslenskra ferskvatnsfiska, þ.e. sjóbirting, urriða, vatnableikju og stöku lax. Mikið af fiskinum í Heiðarvatni er smábleikja, en sjóbirtingurinn getur hinsvegar orðið allt að 13~14 pund. Því er ráðlegt er að hafa sterka tauma ef egnt er fyrir sjóbirting og urriða, svo ekki sé talað um laxinn sem hefur slitið ófáar silungalínurnar. Úr Heiðarvatni rennur Vatnsá í Kerlingardalsá.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Hægt er að leigja hús til gistingar við vatnið, framan af sumri. Koma má kl. 21:00 fyrir veiðidag. Veiðimenn sjá sjálfir um þrif

Veiðireglur

Seldar eru 4 stangir í vatnið auk þess sem 2 stangir úr Kerlingardalsá er heimilt að veiða í vatninu. Sleppa skal öllum fiski 55 cm og stærri og öllum sjóbirtingi og laxi í apríl og maí. Annars er heimilt að hirða 6 fiska á dag

Ekki er heimilt að veiða í Vatnsá með veiðileyfi í Heiðarvatn

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Vík í Mýrdal: 6 km, Selfoss: 127 km, Reykjavík: 184 km og Akureyri: 554 km

Áhugaverðir staðir

Reynisfjara: 8 km, Dyrhóley: 16 km,  Skógafoss: 32 km og Seljalandsfoss: 58 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Ásgeir s: 660 3858, [email protected]

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Heiðarvatn

Boltalaxar í Heiðarvatni

„Já við vorum að koma úr Heiðarvatni í Mýrdal og það gekk ágætlega, veiddum reyndar bara hálfan daginn,“ sagði Kári Jónsson þegar við heyrðum í honum en góð veiði hefur

Lesa meira »

Veisla í Heiðarvatni og flottir fiskar

„Það var fín veiði í síðasta holli í Heiðarvatni og þeir fengu 25 sjóbirtinga frá 45 til 86 sentimetra, flott veiði,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson þegar við spurðum um Heiðarvatn

Lesa meira »

Hettumáfar og hamborgarhryggur í opnun

Heiðarvatn skammt ofan Víkur í Mýrdal opnaði 1. maí. Vatnið er rómað silungsveiðivatn og móðir Vatnsár sem er laxveiðiperla sem fellur í Kerlingadalsá. Sami hópur veiðimanna hefur opnað vatnið um

Lesa meira »
Shopping Basket