Herbjarnarfellsvatn

Suðurland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Herbjarnarfellsvatn er í fallegri skál undir Herbjarnarfelli, lítið eitt norðvestan skálanna við Landmannahelli. Það er í 630 m hæð yfir sjó og er áætlað flatarmál þess 0.54 km². Í vatninu var hin ágætasta veiði á sínum tíma en í það var sleppt urriða árið 1967. Dæmi voru um allt að 7 punda fiska en nú er öldin önnur. Herbjarnarfellsvatn er fullt af fremur smáum urriða, þó góðum matfiski. Hefur vatnið aldrei verið grisjað en þess er mikil þörf. Góður vegur liggur að vatninu.

Gisting & aðstaða

Veiðireglur

Mikilvægt er að veiðimenn skili útfylltum veiðiskýrslum til skálavarðar í Landmannahelli, eða í póstkassa sem staðsettur er við krossgötur þar sem farið er inn að Ljótapolli.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu.

Veiðileyfi og upplýsingar

Skarð í Landsveit s: 487-6525 & 487-1590 og hjá veiðiverði við Landmannahelli

veidivotn.is

Veiðifélagar Fishpartner – árskort

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Herbjarnarfellsvatn

Engin nýleg veiði er á Herbjarnarfellsvatn!

Shopping Basket