Hlíðarvatn (Bæjarvatn)

Norðausturland
Eigandi myndar: is.nat.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2000 kr. – 2000 kr.

Tegundir

Veiðin

Hlíðarvatn er í Sauðaneshreppi í N-Þingeyjarsýslu, um 15 km frá Þórshöfn. Það er 0,27 km² að flatarmáli, frekar grunnt og í 9 m hæð yfir sjó. Lækir renna úr því um Krossós til sjávar. Ástæðan fyrir því að vatnið er stundum nefnt Bæjarvatn er sú að bærinn Hlíð stendur stutt frá því. Fiskurinn í vatninu er afbragðsgóður, bæði bleikja og urriði. Mest er þetta staðbundinn fiskur en eitthvað gengur af sjóbleikju og sjóbirtingi um fyrrnefnda læki. Mest af bleikjunni er um 300 – 400 g, en þær stærstu sennilega um tveggja punda. Urriðinn er lítið eitt stærri, 400 – 600 g að jafnaði, og þeir stærstu um tvö pund. Er bleikjan í vatninu öllu liðfleiri. Talsverðar netaveiðar eru stundaðar í vatninu.

Gisting & aðstaða

Gistihús

www.ytralon.is

Gistiheimilið Ytra-Lóni, s: 468-1242 & 846-6448, [email protected]

lyngholt.is/home

Gistiheimilið Lyngholt s: 897-5064

Kort og leiðarlýsingar

Veiði er leyfð í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Þórshöfn: 16 km, Húsavík 175 km, Egilsstaðir: 213 km, Akureyri: 250 km og Reykjavík: 637 km.

Áhugaverðir staðir

Súlubyggðin á Stórakarli undir Skoruvíkurbjargi, forna sjávarplássið Skálar og Fontur (ysti tangi á Langanesi).

Veiðileyfi og upplýsingar

Páll Jónasson, Hlíð s: 869-4509.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Hlíðarvatn (Bæjarvatn)

Engin nýleg veiði er á Hlíðarvatn (Bæjarvatn)!

Shopping Basket