Hólaá rennur úr Laugarvatn, yfir í Apavatn og þaðan í Brúará. Hún er mjög góð bleikju og urriðaá, þar sem bleikjan er alls ráðandi yfir sumarið en urriðinn yfirleitt sterkur á vorin og haustin. Veiðin á þessu svæði er oft ævintýralega góð og ekki óalgengt að vanir veiðimenn setji í á bilinu 20-30 bleikjur á einum dagparti. Besti tíminn er frá byrjun júní og til loka ágúst. Besta aðferðin til að ná bleikjunni er að veiða andstreymis með litlum púpum. Mikið æti kemur úr Laugarvatni og þurfa veiðimenn að finna púpur sem líkjast hvað mest því æti sem bleikjan er í, hverju sinni. Veiðitímabilið fer eftir tíðarfari, en oftast er hægt að hefja veiðar í apríl/maí og veitt er fram í október.

Úteyjarsvæðið í Hólaá
Fínasta veiði hefur verið á svæðinu Útey í Hólaá fyrstu daga tímabilsins. Komnir eru á land nærri 100 fiska og eru það mest urriðar en einnig hafa náðst nokkrar bleikjur.