Hólmavatn er í Sauðaneshreppi á Langanesi, í um 15 km frá Þórshöfn og 640 frá Reykjavík. Það er 0,36 km² að flatarmáli, grunnt og í 10 m hæð yfir sjó. Í það rennur lækur frá Gunnvararvatni og frárennslið er um Krossós til sjávar. Töluvert er þarna af fiski, mest staðbundinn urriði og einnig bleikja. Minna er um sjógenginn fisk en þó gengur hvort tveggja sjóbleikja og sjóbirtingur í vatnið um Krossós og Hólmavatnslæk. Leyfilegt er að veiða bæði í læknum og ósnum, en þar eru bestu tækifærin fyrri part sumars og svo að hausti. Ágætur fiskur er líka í Gunnvararvatni.