Hólmavatn á Langanesi

Norðausturland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

1500 kr. – 1500 kr.

Tegundir

Veiðin

Hólmavatn er í Sauðaneshreppi á Langanesi, í um 15 km frá Þórshöfn og 640 frá Reykjavík. Það er 0,36 km² að flatarmáli, grunnt og í 10 m hæð yfir sjó. Í það rennur lækur frá Gunnvararvatni og frárennslið er um Krossós til sjávar. Töluvert er þarna af fiski, mest staðbundinn urriði og einnig bleikja. Minna er um sjógenginn fisk en þó gengur hvort tveggja sjóbleikja og sjóbirtingur í vatnið um Krossós og Hólmavatnslæk. Leyfilegt er að veiða bæði í læknum og ósnum, en þar eru bestu tækifærin fyrri part sumars og svo að hausti. Ágætur fiskur er líka í Gunnvararvatni. Engin takmörkun er á stangafjölda á dag.

Gistimöguleikar

Gistihús

www.ytralon.is

Gistiheimilið Ytra-Lóni, s: 468-1242 & 846-6448, [email protected]

lyngholt.is/home

Gistiheimilið Lyngholt, s: 897-5064.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu og einnig í Gunnvararvatni.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Þórshöfn: 16 km, Húsavík 175 km, Egilsstaðir: 213 km, Akureyri: 250 km og Reykjavík: 637 km.

Áhugaverðir staðir

Súlubyggðin í Stórakarli undir Skoruvíkurbjargi og Fontur (ysti tangi á Langanesi).

Veiðileyfi og upplýsingar

Páll Jónasson, Hlíð s: 468-1109.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Hólmavatn á Langanesi

Engin nýleg veiði er á Hólmavatn á Langanesi!

Shopping Basket