Austurbakki Hólsár er skemmtilegur kostur í laxveiði fyrir hópa sem vilja vera útaf fyrir sig. Glæsilegt veiðihús fylgir svæðinu á besta tíma. Austurbakki Hólsár er neðsti hluti Eystri Rangár eftir að Þverá sameinast henni. Í bestu árum hafa komið 7-800 laxar á land ásamt nokkuð af sjóbirtingi. Þar sem allur lax sem gengur í Rangárnar fer um þetta svæði er oft mikið fjör við veiðarnar og menn lenda gjarnan í skemmtilegum ævintýrum.