Hólsá – Vesturbakki er þekkt 2 stanga veiðisvæði neðst í vatnakerfi Rangánna. Þarna er mikil veiðivon, enda mikið af fiski sem fer um svæðið; fiskur sem er á leið upp í Ytri Rangá og einnig Eystri Rangá og Þverá. Góð veiði er oft á haustin, einkum þegar sjóbirtingur gengur uppí ána. Veiði síðastliðinna ára er á bilinu 250 – 600 laxar.