Hóp

Norðvesturland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

10 apríl – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

3500 kr. – 3500 kr.

Veiðin

Hóp er á mörkum Vestur- og Austur-Húnavatnssýslna og er fimmta stærsta stöðuvatn landsins, um 44 km² að stærð. Veiði er heimil í öllu vatninu og eru þar margir ágætir veiðistaðir. Staðbundin bleikja, sjóbleikja, sjóbirtingur og töluvert af laxi veiðist hvert ár í Hópi, enda gengur mikið af laxi gegnum Hóp í Víðidalsá og Gljúfurá. Auðvelt er að komast að Hópi, því það er skammt frá þjóðvegi 1 um Húnaþing.  Á fjöru kemur upp langt sandrif sem nær langleiðina yfir vatnið og er það mjög vinsæl reiðleið. 

Gisting & aðstaða

Gistihús

Gistimöguleikar í Húnaþingi vestra, sjá hér

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu, en allnokkrir veiðistaðir eru taldir betri en aðrir

Veiðistaðir og leiðarlýsing

Til að komast að vatninu vestanverðu er um tvær leiðir út frá Hringveginum að ræða. Vegur 711 liggur nokkru sunnan við Víðigerði og út frá honum er hægt að fara 717 sem liggur að Skollanesi. Af þeim vegi er hægt að taka veg merktan Ásbjarnarnes og í framhaldi heldur torfæra leið upp á Bjargás og út með Nesbjörgum að vestan. Undir Nesbjörgum er fjöldi þekktra veiðistaða, svo sem við Bryggjuna og Vaðhvamm. Undir Myrkurbjörgum er fjöldi álitlegra staða og fremst á ásnum eru Skipeyri og Bjargatá sem gefið hafa vel.

Nokkrir þekktir veiðistaðir eru við Ásbjarnarnes og þá helst norðan þess og austan. Frá Ásbjarnarnesi og inn að Skollanesi er fjöldi veiðistaða, sem og á Skollanesinu sjálfu. Austan Víðidalsár, stutt frá Nesi, eru einnig nokkrir þekktir veiðistaðir auk þess sem vinsælt er að egna fyrir fisk austan ósa Gljúfurár á Nesi.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 23 km, Akureyri: 167 km, Reykjavík: 230 og Reykjanesbær: 270 km

Nestisstaðir

Að Ásbjarnarnesi er gott veiðihús með útsýni yfir Hópið. Þar eru salerni og húsið rúmar 15-20 manns í kaffi. Húsgjald er innifalið í verði veiðileyfa en gisting er ekki í boði.

Veiðileyfi og upplýsingar

Víðigerði í Víðidal s: 511-4440 & 783-9393

Hópið dagsleyfi eða árskort 

 

 

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hóp

Engin nýleg veiði er á Hóp!

Shopping Basket