Hörgá

Norðausturland
Eigandi myndar: svak.is
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

14 stangir
Stop

Kvóti

3 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

4000 kr. – 6000 kr.

Tegundir

Veiðin

Hörgá er dæmigerð dragá, köld með breytilegu vatnsmagni og oft skollituð á sumrin. Hún er þriðja stærsta áin sem rennur í Eyjafjörð á eftir Eyjafjarðará og Fnjóská. Öxnadalsá rennur í Hörgá rétt utan við Staðartungu. Í árnar renna margar hliðarár úr hliðardölum og skörðum. Barká sem er jökulsá úr Barkárdalsjökli, nær oft að lita Hörgá hressilega. Sjóbleikja fer að ganga í Hörgá í júlí og þær sem ganga lengst fram í dalina koma fyrstar en bleikjan hrygnir annars um alla á. Algeng þyngd sjóbleikju er um 0,5 – 1,0 kg en þær þyngstu eru um 3 kg. Bleikjan gengur langt fram fyrir Bakkasel í Öxnadal, að Básfossi í Hörgárdal og að Byrgisfossi í hliðaránni Myrká. Í lok ágúst og frameftir hausti gengur geld smábleikja í Hörgá, oft í stórum torfum. Á undaförnum árum hefur hlutur urriða og sjóbirtings verið að aukast í veiðinni, aðallega á neðstu svæðum árinnar. Þyngstu urriðarnir sem veiðast eru um 3 kg. Seldir eru hálfir dagar í ánna.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Ýmiss gistiþjónusta er í boði á Akureyeri, visitakureyri.is

Veiðireglur

Veiðimenn eru beðnir að ganga vel um árbakkana, aka einungis á vegaslóðum og hirða upp allt rusl eftir sig. Frá 1. til 20. maí er eingöngu leyfð fluguveiði og skal sleppa öllum fiski. Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Hörgár á svak.is. Veiðibækur síðustu ára má sjá hér.

Kvóti: leyfilegt er að taka 3 bleikjur á vakt nema á svæði 5b, þar skal allri bleikju sleppt. Engar takmarkanir eru á urriða, lax eða sjóbirtingi.

Agn: einungis er leyfð fluguveiði í vorveiði og á svæði 5b allan veiðitímann

Veiðititími: frá 01.05. – 30.09. á svæðum 1 & 2  /  frá 20.06. – 30.09. á svæðum 3 & 4a / en hætt er 10.09. á 4b, 5a og 5b

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðin eru 7 talsins og ná þau efst frá Nautá við Bakkasel í Öxnadal og svo frá Básfossi í Hörgádal og niður að ósum Hörgár

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akureyri: um 10 – 30 km eftir svæðum, Dalvík: um 35 km og Reykjavík: 360 km

Veiðileyfi og upplýsingar

svak.is – Hörgá 

Stangaveiðifélag Akureyrar, svak.is

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Hörgá

Engin nýleg veiði er á Hörgá!

Shopping Basket