Hörtnárvatn

Norðvesturland
Eigandi myndar: Veiðikortið
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

4000 kr. – 4000 kr.

Tegundir

Veiðin

Hörtnárvatn er í landi Kelduvíkur á Skagaheiði, en þó er það bærinn Hraun sem sér um sölu veiðileyfa. Það er 0,34 km² að flatarmáli, 14 m hæð yfir sjó og örstutt er í það frá þjóðveginum. Í Hörtnárvatni er bæði urriði og bleikja og oft má fá nokkuð væna fiska. Góð urriðaveiði er í vík sem er í því norðanverðu, en mest veiðist af bleikju í vatninu sunnanverðu þar sem Nesá fellur í það og Hörtná úr því. Það er um að gera að reyna fyrir sér í ánni líka, enda er þar bæði bleikja og urriði, oft góðir fiskar. Fjallað er betur um ánna hér annars staðar á vefnum.  

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Hægt er að panta gistingu í litlu veiðihúsi sem er í Skammagili sem er á milli Kolluvatns og Kelduvíkurvatns. Í því eru kojur fyrir 5 manns, borðbúnaður og eldhúsáhöld, gashellur til að elda á og einnig gasgrill.

Gisting kostar 7000 kr. á mann og fylgir veiðileyfi með í kaupunum

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má allan norðubakkann og austur að Hörtná og svo vestur fyrir vatnið að Nesá. Ósar ánna teljast einnig með.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Sauðárkrókur: 45 km, Blönduós: 57 km, Akureyri: 165 km og Reykjavík: 302 km (um Þverárfjallsveg)

Veiðileyfi og upplýsingar

Þórunn Lindberg, Hraun 3 s: 868-9196 og 453-6696

 

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hörtnárvatn

Engin nýleg veiði er á Hörtnárvatn!

Shopping Basket