Hreðavatn

Suðvesturland
Calendar

Veiðitímabil

20 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

1500 kr. – 1500 kr.

Tegundir

Veiðin

Hreðavatn er aðgengilegt og gjöfult veiðivatn í fallegu umhverfi skammt frá Bifröst í Norðurárdal. Vatnið er um 1.3 km² og mesta dýptin er um 20m. Það er í um 70 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði og er mest um pundsfiska þótt einnig veiðist alltaf stærri fiskar með. Best er að veiða í Hreðavatni fyrri hluta sumars og í lok veiðitímans. Mest hefur veiðst þarna á maðk en fluguveiði hefur færst í vöxt. 

Gisting & aðstaða

Hótel

Hraunsnef Sveitahótel s: 435-0111, hraunsnef.is

Hótel Bifröst s: 433-3030, hotelbifrost.com

Gistihús

Crater gistihús s: 623-9991, craterguesthouse.com

Aðrir gistimöguleikar

Mikið er af orlofsmöguleikum á svæðinu m.a. í Munaðarnesi og Svignaskarði

Veiðireglur

Veiðimenn mega fara beint til veiða en skulu hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. Þeir eru vinsamlegast beðnir um að fylla út veiðiskýrslu á vefnum okkur senda okkur á [email protected]. Vinsamlegast gangið vel um svæðið og skiljið ekki eftir rusl.

Öll bátaumferð er bönnuð!

Kort og leiðarlýsingar

Heimilt er að veiða í Hreðavatnslandi sem er norðanmegin í vatninu. Sjá veiðimörk á korti

Ekið er Norðurárdalinn og beygt vestur rétt sunnan við Bifröst.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 33 km, Akranes: 71 km, Reykjavík: 110 km og Akureyri: 286 km

Áhugaverðir staðir

Grábrók: um 3 km, Glanni og Paradísarlaut: 5 km, Krauma og Deildartunguhver: 33 km, Hraunfossar & Barnafoss: 55 km, Húsafell: 62 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Hreðavatn er hluti af Veiðikortinu 

Þjónustumiðstöðin í Munaðarnesi s: 525-8441 og Golfskálinn Glanna s: 623-5523

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðvesturland

Fréttir af veiði Hreðavatn

Hann er á! Hann er á!

„Já ég er með hann á!,“ sagði ungi veiðimaðurinn við Hreðavatn í fyrrakvöld og þetta var ósvikinn fögnuður, hann hafði veitt sinn annan silung á ævinni.  Veiðimaðurinn er Árni Rúnar

Lesa meira »

Fullt af veiðimönnum við Hreðavatn

„Ég hef ekki orðið vör en fiskurinn er hérna allt um kring,“ sagði Hrönn Sigurgeirsdóttir, sem var við veidar í rennisléttu Hreðavatni á laugardaginn ásamt miklu fleiri veiðimönnum. Veiðimenn á

Lesa meira »
Shopping Basket