Hreðavatn er aðgengilegt og gjöfult veiðivatn í fallegu umhverfi skammt frá Bifröst í Norðurárdal. Vatnið er um 1.3 km² og mesta dýptin er um 20m. Það er í um 70 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði og er mest um pundsfiska þótt einnig veiðist alltaf stærri fiskar með. Best er að veiða í Hreðavatni fyrri hluta sumars og í lok veiðitímans. Mest hefur veiðst þarna á maðk en fluguveiði hefur færst í vöxt.
Hann er á! Hann er á!
„Já ég er með hann á!,“ sagði ungi veiðimaðurinn við Hreðavatn í fyrrakvöld og þetta var ósvikinn fögnuður, hann hafði veitt sinn annan silung á ævinni. Veiðimaðurinn er Árni Rúnar