Margir að veiða en frekar smáir fiskar

,,Við erum ekki búnir að fá neitt ennþá en fiskurinn var að narta“ sögðu þeir feðgar Einar Hallur Sigurgeirsson og sonur hans Árni Rúnar,  sem voru við veiðar á Hreðavatni fyrir skömmu, ásamt fleirum, þegar við hittum þá við veiðiskapinn. En veiðimenn fjölmenntu  við vatnið,  en fiskurinn mætti vera ákveðnari að taka agn veiðimanna og frekar þykir hann smár.

,,Það er gaman að veiða hérna  enda fallegt hérna“ sögðu þeir feðgar og Árni Rúnar bætti við ,,hann er að narta“ sagði veiðimaðurinn ungi og kastaði sjálfur út aftur.

Veiðmenn voru víða um vatnið en fiskurinn var að vaka, en tók illa, enda kannski nóg fluga við vatnið sem þeim þótti betra en rándýr maðkurinn þessa dagana sem kostar yfir 200 kall stykkið. Veiðimaður  fór út á vatnið á bát fyrir skömmu og fékk sæmilega fiska.

Veiðimenn víða, þessa dagana eins og í Langavatni, Vatnasvæði Lýsu og vötnunum á Snæfellsnesi. ,,Það hefur verið fínn silungur á Lýsunni og eitthvað hefur veiðst af laxi“ sagði veiðimaður sem var á svæðinu fyrir skömmu og fékk nokkra silunga.

Hraunsfjörðurinn hefur verið að gefa bleikjur, en lítið hefur frést af laxi ennþá. En bleikjan hefur verið góð.

Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Hreðavatn